• 6
 • 4
 • 3
 • 11
 • 5
 • 12
 • 13
 • 9
 • 10
Framundan

Haustráðstefna Hvítasunnukirkjunnar

Helgina 13-15 október 2017 áformar Hvítasunnuhreyfingin á Íslandi að standa fyrir haustráðstefnu í Kirkjulækjarkoti.

 

Ráðstefna um barna- og unglingastarf var haldin haustið 2016 og tókst mjög vel. Núna viljum við bæta lofgjörð við og er hugmyndin að fá Mark og Carrie Tedder frá http://www.worshiplanet.com til að kenna um lofgjörð. Sérstök áhersla yrði á sköpun og lagasmíði - og fyrir alla sem koma að lofgjörð, hvort sem hljóðfærið er þín eigin rödd eða annað :-)

Mark og Carrie Tedder eru góðir vinir sem hafa komið nokkrum sinnum til Íslands. Þau hafa helgað líf sitt því að ferðast um allan heim til að uppörva og bjóða upp á þjálfun fyrir þá sem þjóna í lofgjörð.

Á sumarmóti í Kotinu 2016 var lögð áhersla á Biblíulestra sem mikil ánægja var með. Við höfum einnig heyrt undanfarin ár að fólk hefur kallað eftir fleiri Biblíulestrum. Hugmyndin er því að bjóða einnig upp á vandaða Biblíulestra á þessari haustráðstefnu undir forystu Helga Guðnasonar.

Sem sagt - haustráðstefna á fjórum sviðum:

 1. Barnastarf
 2. Unglingastarf
 3. Lofgjörð
 4. Biblíulestrar
 • Kirkjan í Kotinu er að gera klárt lítið upptökustúdíó sem má nota í sköpun í lofgjörð með Mark og Carrie Tedder
 • Öllum kostnaði verður haldið í lágmarki - reiknað er með því að gista í skálanum og bjóða upp á mat
 • Uppörvandi samfélag og lifandi kennsla
 • Gert er ráð fyrir því að fá erlendan fyrirlesara til að kenna og hvetja okkur í unglingastarfi
 • Kynning á nýjungum í barnastarfi og uppörvun í því
 • Öflugir og lifandi Biblíulestrar undir forystu Helga Guðnasonar

Einhver kennsla yrði sameiginleg en einnig yrði sérstök kennsla og þjálfun á hverju þessara fjögurra sviða fyrir sig.

Ráðstefnan er því fyrir alla þá sem eru annaðhvort í lofgjörð, barna- eða unglingastarfi eða hafa áhuga á að sækja vandaða Biblíulestra.

Nánari upplýsingar síðar - hafðu samband ef þú ert með fyrirspurn eða vilt skrá þig á póstlista varðandi þessa ráðstefnu.