• 4
 • 5
 • 10
 • 13
 • 6
 • 3
 • 9
 • 12
 • 11

Líf hópar

Líf hópar

 

 

 

Spurningabanki fyrir líf hópa

,, Járn brýnir járn, og maður brýnir mann “ Orðskv. 27:1

Viðmiðunarreglur fyrir líf hópa.

Deildu aðeins út frá þínum hugsunum og tilfinningum. Hverjum og einum er frjálst að tjá tilfinningar sínar án truflunar. Hugmyndin er að styðja hvert annað,ekki "laga" hvert annað. Nafnleysi og trúnaður eru grunnskilyrði. Það sem sagt er í hópnum verður haldið innan hópsins. Eina undantekningin er ef einhver hótar að skaða sjálfan sig eða aðra.

 

Hér að neðan eru spurningar sem hópar geta bætt við í reglulega spurningalistan sinn eftir þörfum og eftir því sem við á:

Bæn og hugleiðsla

 • Hvernig er samband mitt við Guð? Hvaða er ég að gera til að styrkja og dýpka það?
 • Er ég að lesa í Biblíunni og vera hljóður/hlusta eftir Guði?
 • Nýt ég þess að biðja? Bið ég fyrir öðrum?
 • Mæti ég í kirkju ? Er ég í þjónustu?
 • Er líf mitt vitnisburður um Jesú? Er ég sami í orði og á borði?
 • Á hvaða hátt hefur Guð blessað mig nýlega? Hvernig hef ég deilt því með öðrum?
 • Hvað ætla ég að gera í þeim hlutum sem vantar uppá?

 

Sambönd

 • Hvernig er samband mitt við annað fólk?
 • Hef ég verið stuttur í spuna, erfiður í umgengni, fljótur til reiði, háðskur osfrv.?
 • Hef ég þurft biðjast afsökunar á gjörðum mínum eða framkomu? Hvers vegna?
 • Er ég ánægður með það sem ég hef eða er ég stöðugt að hugsa um/ þrá eitthvað sem mig langar í eða aðrir eiga?
 • Er ég meðvitað/ómeðvitað að láta líta út fyrir eða segja að ég sé betri en ég er? Hef ég sagt hálfan sannleika?
 • Er ég sjálfselskur, í sjálfsvorkunn eða í sjálfsréttlætingu á einhverjum sviðum lífs míns?
 • Hvaða vonbrigði hef ég upplifað síðan síðast, hvernig tók ég á þeim?

 

Heimilislíf

 • Hef ég verið góður, tillitssamur, skilningsríkur og kærleiksríkur jafnvel þó mér finnist fólk ekki eiga það skilið?
 • Hef ég varið tíma sérstaklega með fjölskyldunni minni?
 • Hef ég þurft að gera yfirbót nýlega?
 • Á ég í erfiðleikum í kynlífi? Er nánd með maka mínum? Heldur þú að hann sé þér sammála?
 • Er ég með ímyndanir um aðra?  “Acta” ég það út kynferðislega.

Starfsframi

 • Hvernig er í vinnu, skóla eða starfsframa mínum? Hvernig eru samskipti við yfirmann og vinnufélaga  (stuttur í spuna, fúll eða að beita þögn?)
 • Hvernig ganga fjármálin? Á ég nóg fyrir reikningnum? Er ég að eyða um efni fram? Stunda ég örlæti? Greiði ég tíund?
 • Er ég með skuldir á kreditkortum? Er ég skuldsettur?
 • Er ég að gefa til góðgerðarmála (hluti, tíma og/eða peninga?)

Annað

 • Hvernig ver ég tíma mínum? Er ég mikið á samfélagsmiðlum?
 • Stend ég við orð mín? Er ég sá sem ég segist ætla að vera? Er ég stundvís?
 • Hvernig hefur sjálfsviljinn/egóið sýnt sig nýlega? dómharka, stjórnsemi, yfirlæti, óðheiðarleiki, ótti, réttlæting, tillitsleysi, þjóska, þröngsýni osfv….
 • Hvernig er líkamleg heilsa mín ? Er ég of þungur/léttur ? Er ég að stunda bæði líkamlegar og andlegar æfingar ?
 • Næri ég líkama minn vel ?
 • Ef ég hugsa ekki vel um líkama minn hvað ætla ég að gera í því?
Fíladelfía

Fíladelfía

Hvítasunnukirkjan í Reykjavík

Skoða nánar

Selfoss

Selfoss

Hvítasunnukirkjan á Selfossi

Skoða nánar

Vestmannaeyjar

Vestmannaeyjar

Hvítasunnukirkjan í Vestmannaeyjum

Skoða nánar

Ísafjörður

Ísafjörður

Hvítasunnukirkjan á Ísafirði

Skoða nánar

Vopnafjörður

Vopnafjörður

Hvítasunnukirkjan á Vopnafirði

Skoða nánar

Stykkishólmur

Stykkishólmur

Hvítasunnukirkjan á Stykkishólmi

Skoða nánar

Akureyri

Akureyri

Hvítasunnukirkjan á Akureyri

Skoða nánar

Keflavík

Keflavík

Hvítasunnukirkjan í Keflavík

Skoða nánar

Höfn í Hornafirði

Höfn í Hornafirði

Hvítasunnukirkjan á Höfn í Hornafirði

Skoða nánar

Kirkjulækjarkot

Kirkjulækjarkot

Hvítasunnukirkjan í Kirkjulækjarkoti

Skoða nánar