• 3
  • 12
  • 4
  • 6
  • 11
  • 10
  • 5
  • 9
  • 13

Barna- og unglingastarf

Fjölbreytt barna- og unglingastarf er innan Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi. Fyrir utan hefðbundinn sunnudagaskóla og unglingasamkomur starfrækir Hvítasunnukirkjan starf sem heitir Royal Rangers en það er alþjóðlegt, kristilegt útivistarstarf. Nánar má lesa um Royal Rangers á vefsíðu félagsins.

Unglingamót eru haldin tvisvar sinnum á ári auk þess sem þétt dagskrá er á Kotmóti í Kirkjulækjarkoti um Verslunarmannahelgina. Á Kotmóti er einnig frábær dagskrá fyrir börn sem kallast barnamót. 

 

Hvítasunnukirkjan á Íslandi hefur sett fram reglur sem allir sem starfa í barna- og unglingastarfi innan kirkjunnar þurfa að fylgja. Einnig þurfa starfsmenn að fylla út eyðublað þar sem þeir gefa samþykki sitt fyrir því að sakavottorð þeirra verði kannað.