• 5
  • 3
  • 4
  • 6
  • 13
  • 11
  • 9
  • 12
  • 10

Örkin og Skálinn

Örkin og Skálinn í Kirkjulækjarkoti eru sameiginlegar eignir Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi. 
 
Örkin er  3200 fm húsnæði sem er staðsett í sveitakyrðinni í Fljótshlíð. 
Frábær aðstaða er til samkomuhalds en í húsinu eru tveir rúmgóðir salir. Sá stærri tekur 650-800 manns í sæti en sá minni um 400 manns.

Einnig er í húsinu alrými sem hýsir meðal annars sjoppu - veitingastað - bókaverslun - útvarpsstöð og sjónvarpsver á meðan mót og ráðstefnur eru í gangi.  

 
Minni salurinn sem er um 600 fm er einangraður og upphitaður þannig að hægt er að halda ráðstefnur yfir vetrartíman.  í 600 fm kjallara er verkstæði, geymslurými, lager og bíósalur, sem og nokkur svefnrými.

Skálinn tekur um 120 manns í gistingu í kojum.  Í Skálanum er stór matsalur og góð eldhúsaðstaða.  Þar er einnig rúmgóð setustofa þar sem hægt er að halda minni samverur.

Skálinn er leigður út til kristina hópa allt árið í kring.  

Upplýsingar um útleigu á Skálanum má fá hjá Styrmi Hafliðasyni formanni Skálastjórnar í síma 825 2825.

Einnig eru á svæðinu tjaldsvæði með aðgengi að salerni og þvottaaðstöðu sem notuð 
eru á sumarmótum fyrir  5 - 600 manns.  Tölvert er af rafmagnstenglum á tjaldsvæði ásamt því að auðvelt er að nálgast vatn.
Miðrými og aðalsamkomusalur Arkarnnar eru enn ekki fullfrágengin en langt komin.  Stefnt er að því að fullklára miðrými
Arkarinnar fyrir árið 2023 ef nægt fjármagn safnast en framkvæmt er nokkurn vegin jafn óðum og fjármagn kemur inn. Nánast öll
vinna við Örkina er unnin í sjálfboðvinnu.
 
 
Ef þú vilt vera með þá eru hér upplýsingar um það vernig þú getur lagt inn þitt framlag. 

Kt: 490884-0419 banki: 0301-hb: 26 númer: 001897

Drottinn blessi þig !